20.7.2007 | 12:43
Hvað með hraðakstur í íbúðahverfum?
Ég var að velta því fyrir mér í gærkvöldi hvað ég sakna þess að sjá ekki lögreglubíla meira en raun ber vitni við eftirlit inni í íbúðahverfum. Maður sér lögregluna oft við hraðamælingar á helstu umferðaræðum (sem er gott) en það er jafnvel enn meiri þörf á eftirliti innan hverfanna þar sem börn og aðrir gangandi vegfarendur eru á ferð. Í mínu hverfi, Grafarvogi, er það afar sjaldgæf sjón að sjá annað en "sofandi lögregluþjónana" eða hraðahindranir. Hraðakstur er þessa dagana stundaður af kappi á Fjallkonuvegi, nánar tiltekið innan við Foldaskóla þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Ég hef hins vegar ekki séð lögreglubíl á Fjallkonuvegi í meira en mánuð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.